Samorkuþing var haldið í Hofi á Akureyri daganna  4. og 5. maí 2017.  Þar voru fluttir margir fróðlegir fyrirlestrar.  Erindi Péturs Þórðarsonar hjá RARIK fjallaði um „Áhrif strengvæðingar á afhendingaröryggi“.   

Þar kom fram að um 57% af dreifikerfi RARIK eru jarðstrengir og er áætlað á næstu 18 árum verði núverandi loftínur endurnýjaðar með jarðstrengum.

Truflarnir í loftlínum verða vegna veðurs og áverka, aðallega vegna áflugs.  Flestar truflanir (52 %)  eru vegna áverka en aftur á móti eru meiri skerðingar vegna veðurs (74%).

Með strengvæðingu hverfa truflanir vegna veðurs að mestu og vegna áflugs.  Í staðin koma truflanir vegna graftar og tæknilegra bilana.

Reynslutölur RARIK  um fjölda truflana á hverja 100 km er 6  truflanir á ári í loftlínum og 0,6 truflanir á ári í strengjum.

Sjá  nánar glærur frá fyrirlestrinum.

Merki