Stuðlar um afhendingu raforku, árin 2004-2013.

Skýrslan „Stuðlar um afhendingu raforku. Árin 2004-2013“  er komin út, en þar eru birtar stuðlar um afhendingu raforku til notkunar hér á landi auk þess sem gildi fyrir þessa stuðla síðustu tíu ár eru reiknuð fyrir Landsnet og stærstu dreifiveitur landsins. 

Eins og fram kemur á myndinni hefur árið 2013 verið frekar gott hjá veitunum.  Stuðlarnir hjá Norðurorku byggja á mjög fáum truflunum, svo hlutfallslegar breytingar geta verið verulegar á milli ára.  Hjá öllum veitunum hafa flestir stuðlar verið lægri en undanfarin ár.  Stuðlarnir TSF, TSN og FSN eru ekki reiknaðir fyrir Landsnet og koma því ekki fram á myndinni.  

Sjá nánar skýrslu.

 

 

Jakob Ólafsson lætur af störfum

 
Jakob Ólafsson, sem verið hefur fulltrúi Orkubús Vestfjarða í START hópnum frá upphafi eða í 21 ár, hefur látið af störfum hjá Orkubúi Vestfajrða vegna aldurs. Meðfylgjandi mynd fann Jakob hjá sér en hún er frá fundi hópsins árið 1989 í Engidal hjá Orkubúi Vestfjarða. Á myndinni eru Jón Vilhjálmsson, Jakob Ólafsson, Þórarinn K. Ólafsson og Þórður Guðmundsson. Hreinn Jónasson tók myndina og þar að auki var Björn Haraldsson í hópnum á þessum tíma. Ragnar Emilsson tekur við sem fulltrúi Orkubús Vestfjarða í hópnum.

Merki